logo

Um Seljavelli.

Fyrri ár.

Egill Jónsson og Halldóra Hjaltadóttir stofnuðu nýbýlið Seljavelli úr landi Árnaness í Nesjum.  Í fyrstu var land býlisins um 50 hektarar en síðan hefur verið keypt meira land, stærð jarðarinnar er í dag 250-300 hektarar.

Skiptist í eftirfarandi kafla:


Byrjað var að byggja íbúðarhús 1955 og flutt í það 1.september 1956.  Árin þar á eftir voru byggð hlaða, fjós og fjárhús.  Fyrstu búskaparár Egils og Halldóru gegndi Egill einnig starfi héraðsráðanauts Búnaðarsambands A- Skaftfellinga, alls í 20 ár.
Alla tíð hefur verið stunduð mjólkurframleiðsla og kartöflurækt á Seljavöllum og einnig töluverð gulrófnarækt á  árum áður en rófnarækt er nú einungis stunduð lítils háttar. Árið 1975 var byggt 250 m2 kartöfluhús.
Árið 1978 stofnuðu Egill og synir hans Hjalti og Eiríkur  félagsbú.  Eftir að Egill var kjörin á Alþingi 1979 færðist daglegur rekstur yfir á bræðurna þó svo að Egill og Halldóra væru ætíð i búskapnum þegar tækifæri gáfust frá þingstörfum. Fyrri ár

Síðari ár.

Síðari ár

Búskapurinn jókst jafnt og þétt. 
Kartöfluræktin stækkaði  mikið og farið var að þvo og pakka kartöflum í neytenda umbúðir á miðjum níunda áratugnum.  Ennfremur jókst mjólkurframleiðslan á þeim tíma.

Á níunda áratugnum  var byggt geldneytafjós fyrir framan fjósið og reistur heymetisturn.
Árið 1999 var rekstrinum skipt í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar.
Hjalti og hans fjölskylda tóku yfir kartöfluræktina, en Eiríkur og hans fjölskylda mjólkur og kjötframleiðsluna.

Mjólkurframleiðslan

Árið 2003 keyptu Eiríkur og Elín helming af kúm og kvóta foreldra
Elínar, er þau brugðu búi á Haukholtum í Hrunamannahrepp. Þau breyttu þá fjárhúsunum í lausagöngu fjós.  Árið 2005 byggðu þau  nýtt límtrés fjós með mjaltaþjóni, fyrir 69 kýr og tveimur árum seinna innréttuðu þau svo gamla fjósið með legubásum  fyrir 46 kálfa.
Samhliða þessari aukningu á bústofni hefur eðlilega nýræktun og endurræktun túna fyllt í kjölfarið, ásamt kornrækt í u.þ.b. 10 hekturum.


Á síðast liðnu ári var svo innréttuð kjötvinnsla þar sem nautakjötið er úrbeinað og fullunnið í neytendapakkningar.  Hefur þessi nýbreytni fallið í góðan jarðveg hjá neytendum og nú er nær allt geldneyta kjöt selt frá býlinu á þennan hátt, eða rúmlega  6 tonn á ári.
Ársframleiðsla mjólkur er um 370.000 lítrar og meðalnyt á skýrslufærða kú um 6500 lítrar.
Eiríkur og Elín eiga 4 börn, Ástu Steinunni f.1991, Egil f.1993, Sigurborgu f.2000 og Oddleif f. 2001.

Kartöfluframleiðslan.

Árið 1999 byggðu Hjalti og Birna nýtt 600 m2 kartöfluhús.
Í því er geymsla og pökkun en einnig aðstaða til að forsjóða kartöflur í neytendapakkningar. Árið 2006 byggja Hjalti og Birna 450 m2 steinsteypta  véla og verkfærageymslu.

Garðlönd hafa verið endurskipulögð með tilliti til ræktunar skjólbelta og er nú stærsti hluti innan skjólbelta og einnig vökvunar og frostvarnarbúnaður á um ca 5 ha. Hin seinni ár hefur sumarsala á nýjum kartöflum skipað töluverðan sess í rekstrinum og eru um 6 ha settir undir plast.

 

HjaltiogBirna

Heildaruppskera  hefur að undanförnu verið um 400 tonn og hefur hún öll vistvæna vottun, auk þess sem leyfi er til ræktunar og sölu útsæðis á almennan markað.
Hjalti og Birna eiga 2 dætur, þær Halldóru  f.1985 og Fjólu Dögg f. 1990.

Lokaorð.

Alls eru nú rúmlega 200 nautgripir á Seljavöllum og kartöflur eru ræktaðar í rúmlega 20 hekturum.
Samanlögð ársframleiðsla á Seljavöllum eru um 800 tonn af mjólk, kartöflum og kjöti.
Býlið hlaut landbúnaðarverðlaun árið 2009.

 

Landbúnaðarverðlaun


Efst á síðu


Síðunni síðast breytt: 28.09.2011

 

Hagnýtir tenglar:

 | Seljavellir | 781 Hornafirði | Ísland | Hafa samband | Vefumsjón og hönnun: Egill Eiríksson |